BeGin Espresso & Orange Gin
Espresso & Orange Gin
Einstök blanda af djarfleika og birtu
Grunnurinn í Espresso & Orange Gin er klassísk blanda af einiberjum, englarót og kóríanderfræjum. Við hana bætum við lífrænu, handristuðu espressói frá okkar uppáhalds ristarverksmiðju, Køge Kafferisteri og svo toppað með keim úr sólþurrkuðum sætum appelsínum.
Espresso-Orange er algerlega einstakt gin — fjölhæft og fullkomið í margs konar drykki. Blandaðu því með klassísku tónik fyrir nýstárlega bragðupplifun, eða notaðu það í Negroni, þar sem það blandast fullkomlega með Campari og rauðum vermúð. Fyrir eitthvað virkilega sérstakt má nota það í Espresso Martini í stað hlutlauss vodka til að gefa drykknum meiri kraft og toppað með appelsínuberki sem skapar fullkomið jafnvægi.
Þetta gin er sönnun á nýsköpunaranda okkar — samruni bragða sem lofar að koma á óvart og gleðja með hverjum sopa.
*Aðilar með vínveitingarleyfi geta haft samband við Pönduna og keypt í heildsölu.